Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar 6. mars 2025 10:31 Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun