Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 15:03 Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Tjáningarfrelsi Donald Trump Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun