Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 13:15 Bandaríkjamenn hafa strax lýst nýju tillögunum sem ómögulegum, þar sem þær taki ekki tillit til þess að svæðið sé algjörlega óbyggilegt. Virðast þeir vilja Palestínumenn á brott áður en uppbygging hefst. Getty/Abdallah F.s. Alattar Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. „Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
„Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23