Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 08:56 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir margar tillögurnar hljóma mjög kunnuglega í sín eyru. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27