Viðskipti innlent

Sér­fræðingur í gervi­greind til KPMG

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Ragnar Guðmundsson.
Gísli Ragnar Guðmundsson. KPMG

Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis.

Í tilkynningu frá KPMG segir að nýverið hafi hann leitt mótun aðgerðaáætlunar Íslands um gervigreind hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Áður hafi hann starfað bæði við eigin sprotafyrirtæki og hjá alþjóðlegu raftækjafyrirtæki, með viðkomu í Bretlandi, Þýskalandi og Kína.

„Gísli Ragnar er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundar M.Sc. nám í gervigreind og máltækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið fjölda námskeiða og viðurkenndra prófa á sviði gervigreindar,“ segir í tilkynningunni.

KPMG er þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölda fyrirtækja og opinberra aðila þjónustu sviði endurskoðunar, rekstrarráðgjafar og lögfræði- og skattamála. Hjá KPMG starfa 250 sérfræðingar sem hjálpa viðskiptavinum að takast á við hvers konar áskoranir í rekstri og koma auga á ný tækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×