RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:30 Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun