Körfubolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Körfuboltakempurnar Anna María Sveinsdóttir og Jón Otti Ólafsson sáu um að draga í bikarkeppninni árið 2014.
Körfuboltakempurnar Anna María Sveinsdóttir og Jón Otti Ólafsson sáu um að draga í bikarkeppninni árið 2014. Vísir/Sigurjón

Jón Otti Ólafs­son, prent­ari og einn öflugasti körfu­bolta­dóm­ari landsins um árabil, lést á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði 28. fe­brú­ar síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Jón Otti fædd­ist 10. júlí 1941 í Reykja­vík og ólst upp í Vest­ur­bæn­um. Hann stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni og lauk gagn­fræðaprófi frá Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar.

Þá lauk hann sveins­prófi í prentiðn frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík. Hann stundaði prentiðn hjá prent­smiðjunni Borgar­prenti á ár­un­um 1959-57. Þá hóf hann störf hjá prent­smiðjunni Um­slagi og endaði sinn starfs­fer­il þar árið 2012.

Jón Otti ásamt félögum sínum úr íslensku dómarahreyfingunni.KKÍ

Jón Otti byrjaði að æfa körfubolta á Laugavatni árið 1956. Hann spilaði með KR í meistaraflokki í áratug en sneri sér svo að dómgæslu. Hann átti stóran þátt í að skipuleggja dómgæslu í körfubolta hér á landi og dæmdi á annað þúsund leiki.

Jón Otti hlaut gull­merki KKÍ og heiður­sviðkenn­ingu KR fyr­ir sín störf í þágu körfuknatt­leiks­ins og var val­inn dóm­ari ald­ar­inn­ar 2001.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona er Jón­ína M. Aðal­steins­dótt­ir. Börn þeirra eru Aðal­steinn, Jón Otti og Hall­grím­ur. Barna­börn­in eru átta tals­ins og barna­barna­börn­in níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×