Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Jón Otti fæddist 10. júlí 1941 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Þá lauk hann sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann stundaði prentiðn hjá prentsmiðjunni Borgarprenti á árunum 1959-57. Þá hóf hann störf hjá prentsmiðjunni Umslagi og endaði sinn starfsferil þar árið 2012.

Jón Otti byrjaði að æfa körfubolta á Laugavatni árið 1956. Hann spilaði með KR í meistaraflokki í áratug en sneri sér svo að dómgæslu. Hann átti stóran þátt í að skipuleggja dómgæslu í körfubolta hér á landi og dæmdi á annað þúsund leiki.
Jón Otti hlaut gullmerki KKÍ og heiðursviðkenningu KR fyrir sín störf í þágu körfuknattleiksins og var valinn dómari aldarinnar 2001.
Eftirlifandi eiginkona er Jónína M. Aðalsteinsdóttir. Börn þeirra eru Aðalsteinn, Jón Otti og Hallgrímur. Barnabörnin eru átta talsins og barnabarnabörnin níu.