Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 09:02 Pep Guardiola grípur um höfuð sér á leiknum gegn Plymouth um helgina. Getty/Justin Setterfield Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira