Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 08:31 Benoný Breki Andrésson fagnar öðru tveggja marka sinna gegn Blackpool um helgina. Getty/Ben Roberts Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira