Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. mars 2025 11:58 Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira