Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 13:17 Guðrún Hafsteinsdóttir er hún flutti framboðsræðu sína á landsfundinum í gær. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira