Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir og Sævar Freyr Þráinsson skrifa 1. mars 2025 11:31 Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar