Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 14:42 Nú verður dýrara að hangsa í „rennunni“ Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“ Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
„Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“
Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda.
Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira