Flugbrautin opnuð á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2025 18:31 Búið er að fella ásættanlegan fjölda trjáa og flugbrautin verður opnuð á ný á morgun. Vísir/Einar Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira