Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun