Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að hún muni sækja verulega fram fyrir sitt fólk. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09