Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 09:05 Almar bæjarstjóri er á fundinum en fyrir utan hann er fjöldi ósáttra kennara í Garðabæ. Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira