Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 22:05 Joel Piroe gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki í uppbótartíma. Danny Lawson/PA Images via Getty Images Leeds vann enn einn endurkomusigurinn, í þetta sinn í toppslag á útivelli gegn Sheffield United. Lokatölur 1-3 fyrir Leeds eftir að liðið lenti undir snemma. Leeds er nú með fimm stiga forskot í efsta sæti Championship deildarinnar á Englandi. Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira