Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:44 Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir hafa bæði í hyggju að leiða flokka sína áfram fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm „Fyrsta viðbragð er að manni langar ekkert að vera rosalega leiðinlegur; ég bara vona að þeim gangi vel,“ sagði Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um nýjan meirihluta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist fyrst og fremst vilja vera málefnalegur og það hefði komið á óvart að sjá ekki „þykkari pappír“ eftir langar meirihlutaviðræður. „Það er voðalega lítið í þessu og ekkert einhvern veginn fast í hendi,“ sagði hann um málefnasamning meirihlutans. Einar ítrekaði það sem hann hefur áður bent á; að Flokkur fólksins virtist hafa komið einu af sínum stefnumálum í gegn, það er að segja uppbyggingu 10 þúsund íbúða í Úlfarsárdal, en borgarstjóri á sama tíma sagt að um væri að ræða áætlun til næstu tuttugu til fjörutíu ára. Augljóst væri að flokkarnir teldu misbrýnt að ryðja land og byggja. „Flokkur fólksins vill gera það en Samfylkingin kemur í bakið á þeim og segir: Ja, þetta er nú bara á næstu fjörutíu árum. Og þetta er ekki gott.“ Málefnasamningurinn „orðagjálfur“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagðist einnig óska nýjum meirihlut góðs gengis og það væri sjálfsagt að gefa mönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. „Á þessu stigi höfum við lítið annað en þennan málefnasamning í höndunum til að meta hvernig þetta mun ganga og auðvitað þekkjum við þessar konur líka. Það sem mér finnst kannski sæta furðu er að mér finnst ekki mikil meðvitund fyrir þeim veruleika að það eru rétt rúmir fjórtán mánuðir eftir af þessu kjörtímabili. Og það sem ég sá fyrir mér, hefðum við myndað meirihluta eins og til stóð þarna í blábyrjun, þá hefði það bara verið skýr verkefnalisti. Sem hefði verið raunhæfur, eitthvað sem við hefðum getað hakað út bara í lok kjörtímabils. Bara svona skýr verkefni sem er raunhæft að ráðast í á fjórtán mánuðum. Hildur kallaði málefnasamninginn „orðagjálfur“ og sagðist ekki sjá hvernig meirihlutinn ætlaði að fylgja honum eftir. Þá gagnrýndi hún að áherslan virtist alfarið lögð á að byggja „niðurgreitt“ húsnæði, það er að segja félagslegt og „óhagnaðardrifið“ húsnæði. „Mér finnst áætlanir þeirra svona ja, kannski ekki alveg mæta veruleikanum, og þær eru að tala inn í mjög þröngan hóp,“ sagði Hildur. Þá sagði hún miður að meirihlutinn vildi ekki horfa til annarra lausna þegar kæmi að leikskólamálum, til að mynda samtals við fyrirtæki um rekstur leikskóla fyrir starfsmenn. Best að segja sem minnst Einar sagði viðræður um leikskóla eða daggæslu fyrir starfsmenn hafa verið komnar nokkuð langt bæði við Landspítalann og Alvotech. „Þetta er ný hugmynd til að skjóta stoðum undir leikskólakerfið,“ sagði hann. Hugmyndirnar hefðu hins vegar alltaf mætt andstöðu hjá meirihlutanum. Skýr lína hefði verið dregin; vinstri flokkarnir ætluðu ekki að koma að nýjum lausnum í leikskólamálum. „Ég held að það sjái nú allir hvað er að gerast,“ svaraði Einar, spurður að hugmyndum um að Reykjavíkurborg gerði sér kjarasamninga við kennara. „Ég held að það sé best að segja sem minnst,“ sagði hann svo, inntur eftir útskýringum. „Nú er bara staðan þessi: Það er gríðarlega mikilvægt að ná samningum við kennara. Þetta er grundvallarstarfsstétt í landinu. Og þetta eru stofnanir sem börnin eiga rétt á að fara í, lögum samkvæmt. Þau eiga rétt á því að fara í grunnskóla og framhaldsskóla. Og leikskólinn er límið í samfélaginu. Allir sveitarstjórnarmenn vita þetta. Hver einasti fulltrúi í stjórn [Sambands íslenskra sveitarfélaga] vill semja. Það er enginn vafi á því. Þannig að... þetta er það sem ég ætla að segja um málið og svo eigum við bara samtöl um það hvernig Reykjavíkurborg hefur hagað sér í þessu málið með nýjum borgarstjóra síðar,“ sagði Einar. Vonandi næðust samningar á næstu dögum. „Hægt að vinna heilmikið tjón á svona stuttum tíma“ Þáttastjórnendur inntu Hildi eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu að í raun hefði ekki getað spilast betur úr málunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef horft væri til næstu kosninga. Hildur sagðist þá reyndar hafa verið þeirrar skoðunar að fimm flokka meirihluti til vinstri hefði verið versti kosturinn í stöðunni; það væri eins langt frá hennar pólitísku hugmyndafræði og hugsast gæti. „Ég hef auðvitað miklar áhyggjur af því hvers lags tjón fimm flokka vinstrimeirihluti getur unnið á þessum þó stutta tíma. Það er hægt að vinna heilmikið tjón á svona stuttum tíma,“ sagði hún og nefndi leikskólamálin og húsnæðismálin sem dæmi. Þá hefði hún áhyggjur af óráðsíu í fjármálum borgarinnar og stöðnun í samgöngumálum. „Auðvitað finnst mér þetta rosalega vont fyrir borgina og fyrir borgarbúa, ég hef áhyggjur af því. En ef ég hugsa sem pólitískur klækjarefur eða um hagsmuni míns flokks, og þá auðvitað hagsmuni borgarbúa ef við náum árangri í næstu kosningum, þá já; þetta gæti spilast nokkuð vel.“ Munurinn á meirihlutanum og minnihlutanum væri nú nokkuð skýr og valið þar með líka. Hagræðingarhugmyndir meirihlutans hlægilegt bull Einar sagðist ekki myndu gera neitt öðruvísi ef hann gæti farið aftur í tímann um einhverjar vikur; það hefði ekki verið nógu mikil samstaða um lykilmál. Ekki hefði verið lengra komist. Hann sagðist sammála Hildi í því að núverandi meirihluti gæti tekið ákvarðanir sem hefðu gríðarleg áhrif á fjárhag borgarinnar. „Þau fóru greinilega á taugum,“ svaraði Einar, spurður að því hvað breyttist á einni nóttu, þegar Einar sagði formann Flokks fólksins augljóslega hafa skipt um skoðun á meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn, Sjálftæðisflokkinn og Viðreisn á sólarhring. „Ríkisstjórnarsamstarfið var þarna að flækjast fyrir þeim og kannski hefur Inga [Sæland] verið sett í einhverja skrúfu af forsætisráðherra eða öðrum. Eða sínu eigin fólki. Og bara gott og vel, svona atburðarás getur átt sér stað og er aukaatriði þegar upp er staðið.“ Einar tók undir með Hildi að það væri ágætt útaf fyrir sig að hann kæmi nú bersýnilega í ljós, sá munur sem væri á áherslum flokkanna. „Þetta er algjört bull,“ sagði hann um hagræðingarhugmyndir meirihlutans, sem hann sagði ætla að spara 40 milljónir á einum stað og byggja svo „sundlaug fyrir seli“ fyrir 100 milljónir. Hildur var bersýnilega á sama máli og sagði tillögurnar „hlægilegar“. Einar og Hildur voru spurð að því undir lokin hvort þau hefðu í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum. Bæði svöruðu játandi. Reykjavík Bítið Borgarstjórn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hann sagðist fyrst og fremst vilja vera málefnalegur og það hefði komið á óvart að sjá ekki „þykkari pappír“ eftir langar meirihlutaviðræður. „Það er voðalega lítið í þessu og ekkert einhvern veginn fast í hendi,“ sagði hann um málefnasamning meirihlutans. Einar ítrekaði það sem hann hefur áður bent á; að Flokkur fólksins virtist hafa komið einu af sínum stefnumálum í gegn, það er að segja uppbyggingu 10 þúsund íbúða í Úlfarsárdal, en borgarstjóri á sama tíma sagt að um væri að ræða áætlun til næstu tuttugu til fjörutíu ára. Augljóst væri að flokkarnir teldu misbrýnt að ryðja land og byggja. „Flokkur fólksins vill gera það en Samfylkingin kemur í bakið á þeim og segir: Ja, þetta er nú bara á næstu fjörutíu árum. Og þetta er ekki gott.“ Málefnasamningurinn „orðagjálfur“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagðist einnig óska nýjum meirihlut góðs gengis og það væri sjálfsagt að gefa mönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. „Á þessu stigi höfum við lítið annað en þennan málefnasamning í höndunum til að meta hvernig þetta mun ganga og auðvitað þekkjum við þessar konur líka. Það sem mér finnst kannski sæta furðu er að mér finnst ekki mikil meðvitund fyrir þeim veruleika að það eru rétt rúmir fjórtán mánuðir eftir af þessu kjörtímabili. Og það sem ég sá fyrir mér, hefðum við myndað meirihluta eins og til stóð þarna í blábyrjun, þá hefði það bara verið skýr verkefnalisti. Sem hefði verið raunhæfur, eitthvað sem við hefðum getað hakað út bara í lok kjörtímabils. Bara svona skýr verkefni sem er raunhæft að ráðast í á fjórtán mánuðum. Hildur kallaði málefnasamninginn „orðagjálfur“ og sagðist ekki sjá hvernig meirihlutinn ætlaði að fylgja honum eftir. Þá gagnrýndi hún að áherslan virtist alfarið lögð á að byggja „niðurgreitt“ húsnæði, það er að segja félagslegt og „óhagnaðardrifið“ húsnæði. „Mér finnst áætlanir þeirra svona ja, kannski ekki alveg mæta veruleikanum, og þær eru að tala inn í mjög þröngan hóp,“ sagði Hildur. Þá sagði hún miður að meirihlutinn vildi ekki horfa til annarra lausna þegar kæmi að leikskólamálum, til að mynda samtals við fyrirtæki um rekstur leikskóla fyrir starfsmenn. Best að segja sem minnst Einar sagði viðræður um leikskóla eða daggæslu fyrir starfsmenn hafa verið komnar nokkuð langt bæði við Landspítalann og Alvotech. „Þetta er ný hugmynd til að skjóta stoðum undir leikskólakerfið,“ sagði hann. Hugmyndirnar hefðu hins vegar alltaf mætt andstöðu hjá meirihlutanum. Skýr lína hefði verið dregin; vinstri flokkarnir ætluðu ekki að koma að nýjum lausnum í leikskólamálum. „Ég held að það sjái nú allir hvað er að gerast,“ svaraði Einar, spurður að hugmyndum um að Reykjavíkurborg gerði sér kjarasamninga við kennara. „Ég held að það sé best að segja sem minnst,“ sagði hann svo, inntur eftir útskýringum. „Nú er bara staðan þessi: Það er gríðarlega mikilvægt að ná samningum við kennara. Þetta er grundvallarstarfsstétt í landinu. Og þetta eru stofnanir sem börnin eiga rétt á að fara í, lögum samkvæmt. Þau eiga rétt á því að fara í grunnskóla og framhaldsskóla. Og leikskólinn er límið í samfélaginu. Allir sveitarstjórnarmenn vita þetta. Hver einasti fulltrúi í stjórn [Sambands íslenskra sveitarfélaga] vill semja. Það er enginn vafi á því. Þannig að... þetta er það sem ég ætla að segja um málið og svo eigum við bara samtöl um það hvernig Reykjavíkurborg hefur hagað sér í þessu málið með nýjum borgarstjóra síðar,“ sagði Einar. Vonandi næðust samningar á næstu dögum. „Hægt að vinna heilmikið tjón á svona stuttum tíma“ Þáttastjórnendur inntu Hildi eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu að í raun hefði ekki getað spilast betur úr málunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef horft væri til næstu kosninga. Hildur sagðist þá reyndar hafa verið þeirrar skoðunar að fimm flokka meirihluti til vinstri hefði verið versti kosturinn í stöðunni; það væri eins langt frá hennar pólitísku hugmyndafræði og hugsast gæti. „Ég hef auðvitað miklar áhyggjur af því hvers lags tjón fimm flokka vinstrimeirihluti getur unnið á þessum þó stutta tíma. Það er hægt að vinna heilmikið tjón á svona stuttum tíma,“ sagði hún og nefndi leikskólamálin og húsnæðismálin sem dæmi. Þá hefði hún áhyggjur af óráðsíu í fjármálum borgarinnar og stöðnun í samgöngumálum. „Auðvitað finnst mér þetta rosalega vont fyrir borgina og fyrir borgarbúa, ég hef áhyggjur af því. En ef ég hugsa sem pólitískur klækjarefur eða um hagsmuni míns flokks, og þá auðvitað hagsmuni borgarbúa ef við náum árangri í næstu kosningum, þá já; þetta gæti spilast nokkuð vel.“ Munurinn á meirihlutanum og minnihlutanum væri nú nokkuð skýr og valið þar með líka. Hagræðingarhugmyndir meirihlutans hlægilegt bull Einar sagðist ekki myndu gera neitt öðruvísi ef hann gæti farið aftur í tímann um einhverjar vikur; það hefði ekki verið nógu mikil samstaða um lykilmál. Ekki hefði verið lengra komist. Hann sagðist sammála Hildi í því að núverandi meirihluti gæti tekið ákvarðanir sem hefðu gríðarleg áhrif á fjárhag borgarinnar. „Þau fóru greinilega á taugum,“ svaraði Einar, spurður að því hvað breyttist á einni nóttu, þegar Einar sagði formann Flokks fólksins augljóslega hafa skipt um skoðun á meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn, Sjálftæðisflokkinn og Viðreisn á sólarhring. „Ríkisstjórnarsamstarfið var þarna að flækjast fyrir þeim og kannski hefur Inga [Sæland] verið sett í einhverja skrúfu af forsætisráðherra eða öðrum. Eða sínu eigin fólki. Og bara gott og vel, svona atburðarás getur átt sér stað og er aukaatriði þegar upp er staðið.“ Einar tók undir með Hildi að það væri ágætt útaf fyrir sig að hann kæmi nú bersýnilega í ljós, sá munur sem væri á áherslum flokkanna. „Þetta er algjört bull,“ sagði hann um hagræðingarhugmyndir meirihlutans, sem hann sagði ætla að spara 40 milljónir á einum stað og byggja svo „sundlaug fyrir seli“ fyrir 100 milljónir. Hildur var bersýnilega á sama máli og sagði tillögurnar „hlægilegar“. Einar og Hildur voru spurð að því undir lokin hvort þau hefðu í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum. Bæði svöruðu játandi.
Reykjavík Bítið Borgarstjórn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?