„Við vorum yfirspenntar“ Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 18:30 Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í marki Vals í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum. Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira