30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Hrafnhildur (Krumma) Jónsdóttir ólst upp í Garðabæ en hefur síðustu 30 árin búið og starfað í Frakklandi þar sem hún skapaði sér stórt nafn í hótelbransanum áður en hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Krumma hefur áhuga á að starfa með íslenskum vinnustöðum og hefur til að mynda látið þýða spil á íslensku, sem nýtast kennurum og stjórnendum vel. Vísir/Vilhelm „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. „Og mér tókst alltaf að vera með um 35-50 blöð,“ segir hún stolt. Með sambærilegt blik í augunum og síðar í samtalinu, þegar hún lýsir því að hafa verið að kenna og þjálfa starfsfólki á 654 hótelum InterContinental-hótelkeðjunni. Eða þegar hún var forstjóri hótelstjórnendaskólans Ferrières Hospitality et Luxury Management School. Því já; Krummu finnst einfaldlega svo gaman að vinna. Þó beitir hún sér sérstaklega fyrir því í dag að fólk rækti sjálfan sig það vel, að það sé ekki í hættu á kulnun eða að heilsan líði fyrir álag í vinnu eða einkalífinu. Búin að útbúa sérstök spil þessu tengt sem nú fást á íslensku, kennir fólki í skólum, sveitarfélögum, stofnunum og einkafyrirtækjum að hlúa betur að sjálfum sér í gegnum fyrirtækið sitt sem hún stofnaði samhliða skólastjórnarstarfinu. „Það er ekkert mál að þjálfa fólk. Það eru allir að þjálfa fólk í einhverju. Ég legg hins vegar áherslu á að fólk læri að þekkja sjálft sig. Það er ákveðinn grunnur og út á það ganga til dæmis spilin sem svo auðveldlega er hægt að nota í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Krumma og dregur upp úr bunkanum eitt spil sem einfaldlega spyr: Hvernig okkur líði. Að læra þrautseigju og seiglu Sögu Krummu hafa sumir heyrt af áður enda þetta ekki fyrsta viðtalið sem Krumma fer í. Hér heima eða erlendis, því þegar spjallið er tekið við Krummu er hún nýkomin úr viðtali hjá frönskum fjölmiðli; Nánar tiltekið í sjónvarpinu. „Afsakaðu hvað ég er mikið máluð, ég er það nú ekki almennt,“ segir hún og skellihlær. Alin upp í Garðabæ, segir Krumma æskuna sína hafa verið ótrúlega góða í alla staði. „Stundum hálf skammast ég mín fyrir að hafa átt svona góða æsku. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hvað sumt fólk hefur þurft að ganga í gegnum margt erfitt.“ Um þessar mundir er Krumma ekki aðeins að byggja upp stjórnenda- og ráðgjafafyrirtækið sitt, sem nú telur þrjá aðra starfsmenn líka. Því Krumma er líka í doktorsnámi, eftir að hafa skellt sér í háskólanám fertug, klárað bachelor-gráðuna þá í hótelstjórnun, síðar meistaranám í hagnýtri jákvæðri sálfræði og markþjálfunarsálfræði og nú doktorsnám Leadership and strategstic managment. En aftur yfir í fyrsta starfið: Að bera út Moggann í Garðabæ. „Ég er frekar lítil kona og það að hafa verið tólf ára að berjast í snjó og byl tók alveg á. En pabbi gerði þetta þannig að ef það var brjálað veður, þá keyrði hann á eftir mér,“ segir Krumma og bætir við: „Þannig að hann keyrði mig ekki eða gerði þetta fyrir mig. Heldur keyrði á eftir mér til að passa að ég væri örugg. Það er mikill munur þarna á.“ Enda oft þrautseigja og seigla sem krakkar læra af því að takast á við hlutina sjálf. Sem Krumma svo sannarlega lærði að gera snemma. Því eftir að hafa stundað íþróttir alla æsku og stefna á íþróttakennaranám eftir stúdentinn, breyttust allar forsendur eftir að hún fékk smá hnykk í hálsinn eftir bílslys og þeir draumar voru fyrir bí. Krumma skellti sér þá til Parísar með vinkonu sinni þar sem ætlunin var að finna sér vinnu og halda síðan út í frekari ævintýri þar sem stöllurnar myndu ferðast á milli landa og finna sér vinnu þess á milli. Vinkonan fékk hins vegar starf á skemmtiferðarskipi, Krumma hjá Disney þar sem hún kynntist snemma tilvonandi eiginmanni sínum: Nabil Lamouri. Saman eiga þau þrjú börn: Selju Sif, Mishaal Helgu og Linuh Hindar. En hvernig kom það til að Krumma skapaði sér svona stórt nafn og starfsferil í hótelbransanum og hvað leiddi hana til þess að vilja nú starfa sem ráðgjafi að stjórnendaþjálfun og aukinni vellíðan á vinnustöðum – meira að segja á Íslandi? Krumma segir ekkert mál að þjálfa fólk, það séu allir að þjálfa fólk í einhverju. Sjálf leggi hún hins vegar áherslu á að fólk þekki sjálft sig og kunni þá betur að setja sín mörk. Ekki síst á Íslandi þar sem Krummu sýnist sem svo að margt fólk sé að keyra sig mikið út; Ekki bara í vinnunni heldur einkalífinu líka.Vísir/Vilhelm Listin að slappa af í álagi Krumma segir að þegar hún var unglingur og mamma hennar lét hana fá pening til að kaupa sér fín föt, þýddi það að hún fór og keypti sér Henson galla. Því allt gekk jú út á íþróttirnar. Að átta sig á því eftir smá bílslys að eflaust gæti hún ekki stundað þær að kappi sem fullorðin kona var ákveðið sjokk segir Krumma. Þó þannig að hún velti því ekki of mikið fyrir sér á þeim tíma sem það var; Um eða uppúr tvítugt. „Eftir á að hyggja, horfandi til baka, búin að læra sitthvað í sálfræðinni og svo framvegis, sé ég samt að eflaust voru flutningarnir út að vissu leyti ákveðinn flótti. Því með því að fara til útlanda þurfti ég ekki að skýra neitt út fyrir vinum og jafnöldrum sem héldu áfram í íþróttunum, fóru á Laugavatn eða héldu í kennaranámið.“ Að eitthvað sé lán í óláni er þó kannski málið því þótt Disney starfið hafi ekki komið upp í hendurnar á Krummu strax, sem einfaldlega fór tvisvar og sótti um sama starfið til að koma sér að, leiddi það til þess að hún svo sannarlega fann sína hillu til margra ára: Að starfa í hótelgeiranum. Sem síðar leiddi hana í stjórnunarstörf og enn síðar í að verða stjórnendaráðgjafi. „Ég mun aldrei flytja aftur heim en hef alveg áhuga á að vinna meira með íslenskum fyrirtækjum, skólum, sveitarfélögum og stofnunum því mér finnst ákveðin þörf á því á Íslandi að sporna gegn kulnun,“ segir Krumma og bætir við: Því á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út. Ekki aðeins í vinnu, heldur líka öllu öðru: Þú ert varla maður með mönnum ef þú ert ekki að ganga á fjöll, eða hlaupa maraþon eða gera alls konar hluti. Þetta er keyrsla sem maður þekkir ekki í sama mæli erlendis.“ Því þótt Krumma segist elska að vinna og hafi alla tíð lagt metnað sinn í að vera dugleg, segist hún líka kunna að slaka á. „Ég kann alveg að vera heima í slökun heilan sunnudag og fara nánast ekki úr náttfötunum. Í stjórnendaþjálfuninni minni legg ég einmitt áherslu á að fólk læri svolítið að þekkja sjálfan sig. Því með því að þekkja okkur sjálf, erum við betur til þess fallinn að sporna við örmögnun en líka að tryggja að okkur líði almennt vel. Þótt það sé álag.“ Því svo sannarlega þekkir Krumma líka álag. Og að hafa unnið sig hátt upp í starfsframa innan hótelgeirans með því einfaldlega að vinna mikið og vinna í mörgum störfum. „Ég var að gamni að telja það í huganum um daginn hvað þetta hefðu verið mörg störf. Og reiknast til að ég hafi á 30 árum í Frakklandi unnið í 30 ólíkum störfum,“ segir Krumma og hlær. Því aðeins um ári eftir að Krumma hlaut frábæra þjálfun í Disneyhótelskólanum svokallaða, var hún sjanghæuð til Sheraton hótelsins. „Þá var verið að opna það við Parísarflugvöllinn,“ segir Krumma til útskýringar. Enda líklegt að margir Íslendingar þekki það hótel. Krumma ólst upp í Garðabæ og segir æskuna hafa verið frábæra. Lengst var var draumurinn að verða íþróttakennari en lítið slys breytti þeim áformum og í kjölfarið hélt Krumma á vit ævintýranna og fór til Frakklands. Um fertugt skelli hún sér aftur í skóla; fyrst í bachelor nám, síðan meistaranám og er nú í doktorsnámi. Þegar starfsframinn fór á flug Krumma og Nabil bjuggu reyndar á indversku eyjunni Reunion í tvö ár. Þar sem Nabil fór á tækninámskeið tengt því starfi sem hann hefur alla tíð starfað í; Í hljóð- og myndtækni hjá franska sjónvarpinu. „Þar vann ég líka í alls konar störfum en það sem var líka æðislegt að læra á þessari litlu frönsku nýlendueyju er að á henni var fólk frá svo mörgum ólíkum þjóðernum og menningarheimum, en virðingin gagnvart náunganum algjör. Ég hef oft hugsað til þess að það sem þessi litla eyja kenndi manni var að samfélög fjölbreytileikans án fordóma, eru vel möguleg.“ Frá Sheraton færði Krumma sig síðan yfir til InterContinental hótelsins þar sem hún starfaði um árabil og færðist alltaf áfram upp í starfi. Endaði í framkvæmdastjórn sem nokkurs konar gæðastjóri og sá auk þess um innanhússamskiptin. Þaðan lá leiðin síðan á enn stærra svið. „Því ég fór frá því að vinna í stjórnunarstarfi á einu InterContinental hóteli yfir í að þjálfa fólk á rúmlega 650 InterContinental hótelum,“ segir Krumma og aftur hlær hún dátt. Störf Krummu kölluðu oft á ferðalög. Með lítil börn heima púsluðu þau hjónin hlutunum þannig saman að vera með konu í fullu starfi, sem bjó rétt hjá og átti barn á svipuðu reki og elstu dóttur þeirra. „Þessi kona endaði með að vera starfandi hjá okkur þar til 2014 og er því fyrir löngu orðin ein af fjölskyldunni,“ segir Krumma en bætir við: „En síðan er ég líka svo heppin að starfið hans Nabils er svo skipulagt að ef þú myndir spyrja mig hvernig vinnan hjá Nabil yrði í febrúar árið 2029, gæti ég einfaldlega flett því upp. Því það vaktskipulagi liggur fyrir núna. Nabil vinnur líka þannig að vinnuvikan er kláruð á þremur dögum því hún felur í sér bæði dag- og næturvaktir.“ Svo er því að heyra að þótt álagið hafi verið mikið í vinnunni og starfsframanum og að ala upp börn í leiðinni, síðar að skella sér í háskólanám, meistaranám og nú doktorsnám hafi aldrei verið neitt of mikið. En hvernig fer Krumma að þessu? Enn skælbrosandi og oft að skella upp úr í samtalinu. Aldrei nokkur tónn um að álag hafi verið of mikið eða hún nokkurs staðar nálægt því að upplifa örmögnun…. Nýverið gaf Krumma út bók sem heitir Stop - Full SSSTOPPPP en hún tengist þeim rauða þræði sem er í námskeiði Krummu og gengur út á að fá fólk til að stoppa, vakna og velja. Sjálfri finnst henni rosalega gaman að vinna en hún kunni líka þá list að slappa af og gera ekki neitt. Vísir/Vilhelm Jú svarið er einfaldlega þetta: Krumma fór að tala fyrir því mjög snemma í sínu stjórnendastarfi að fólk ræktaði sjálft sig vel. „Mögulega kemur þetta frá íþróttunum og að hafa verið í íþróttum alla tíð. En þegar ég horfi til baka, man ég til dæmis eftir því hjá InterContinental að ég fór snemma sem stjórnandi að beina sjónunum að mannauðsmálunum; Hvort allt væri í lagi eða í jafnvægi,“ segir Krumma og tekur sem dæmi: „Staðan í upphafi var til dæmis þannig að fólk sem var að vinna á næturvöktum var hvorki með aðstöðu til að borða mat eða að fá til sín mat og svo framvegis. En hvernig gastu staðið þig mjög vel eða látið þér líða vel í starfi ef þú gast ekki borðað góðar máltíðir heilu og hálfu næturnar?“ Allt snýst þetta því um ákveðið jafnvægi segir Krumma. Það er galdurinn. „Ég er til dæmis algjör sætindamanneskja. En ég kann líka að borða hollt og hreyfa mig,“ segir Krumma og bætir við: „Rauði þráðurinn í námskeiðinu hjá mér er í raun að fá fólk til að stoppa, vakna og velja,“ segir Krumma. Sem nýverið gaf líka út bókina Stop – Full SSSTOPPPP, sem ætluð er fyrir blómstrandi einstaklinga, framúrskarandi fagfólk og árangursríka leiðtoga. Og hver er ekki til í að teljast í þeim hópi? Krumma vinnur með nemendum, kennurum, sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum og hefur áhuga á að vinna meira með íslenskum aðilum. Ekki aðeins vegna þess að örmögnun er að mælast hátt í íslensku atvinnulífi heldur líka vegna þess að á Íslandi er ákveðin vitundavakning um að fólk hlúi betur að sér. Sjálfsþekkingin og Ísland Auðvitað á það við um Krummu eins og okkur öll hin, að sitthvað hefur hún lært á löngum starfsferli, sem síðan skilaði því að hún hefur bætt við sig heilmiklu námi og þekkingu og er enn á þeirri vegferð að vilja læra og þróast meir. „Ég vann mig upp í starfsframa með ekkert nema stúdentsprófið en ákvað þó um fertugt að skella mér í háskólanám til þess að ná mér í bachelor-gráðuna. Ég fór í námið samhliða vinnu og það lá beinast við að klára gráðuna í hótelfræðunum, þótt ég hefði svo sem áhuga á ýmsu öðru,“ segir Krumma. Ástæðan fyrir því að Krumma fór síðan í meistaranámið var að henni fannst hún ekki geta verið stjórnandi hótelstjórnunarskóla sem byði upp á meistaranám, en væri ekki með meistaragráðu sjálf. „Ég stofnaði samt fyrirtækið mitt, Positive Performances árið 2020, þegar að ég starfaði enn við skólann. Enda hef ég svo sem alltaf verið skynsöm í peningamálum og fór mér því hægt í að fara í eigin rekstur. Nú er ég hins vegar komin á fullt í þann rekstur og hefði mjög mikinn áhuga á að vinna meira með Íslendingum,“ segir Krumma sem segir viðskiptavinahópinn hennar í raun vera menntaskólinn plús. „Því ég vinn með menntaskólakennurum sem geta hæglega nýtt sér spilin mín með sínum nemendum þegar eitthvað kemur upp, rétt eins og stjórnandinn getur gert sem stýrir fyrirtæki eða stofnun.“ Krumma segir það ekki úr lausu loftið gripið að vilja vinna svolítið með ungu fólki. „Við verðum að horfast í augu við að okkar kynslóð hefur svolítið klikkað á því að kenna börnunum okkar ákveðna seiglu. Það þarf ekki mikið til, þá er allt ómögulegt. Sem er ekki gott því auðvitað þurfum við öll að læra þolinmæði og átta okkur á því að í lífinu fylgir það líka að stundum sé sagt Nei,“ segir Krumma. Sjáðu nú bara þetta dæmi sem ég nefndi um pabba áðan. S em keyrði á eftir mér í brjáluðu veðri um hánótt, ég pínulítil að bera út blöðin. En hann kenndi mér að gera þetta sjálf í staðinn fyrir að gera þetta fyrir mig.“ Eflaust grunaði fimleikastúlkunni í Garðabæ sem bar út Moggann í mörg ár ekki í hug á sínum tíma að hún myndi búa og starfa í Frakklandi alla sína starfsævi, gæfi út bók og væri meira að segja pistlahöfundur í Forbes. Krumma segir að með sjálfsþekkingu lærum við að blanda saman vellíðan og árangri. Krumma segir að hvort sem námskeiðin hennar séu fyrir nemendur, kennara eða stjórnendur, snúist þau í grunninn um að byggja upp sjálfsþekkingu, sjálfsímynd, gagnrýna hugsun, þolinmæði og virka hlustun. Því með sjálfsþekkingunni lærum við að blanda saman vellíðan og árangri. Þessi tvö gildi þurfa að vera hlið við hlið og eiga að vera það. Þess vegna segi ég að það sé svo mikilvægt að fólk læri að þekkja sjálft sig í staðinn fyrir að vera svona upptekið í því að keyra sig út á öllum vígstöðvum; Ekki bara í vinnunni heldur eins og á Íslandi þar sem allir eru að keppast við marga hluti í einu að virðist,“ segir Krumma og bætir við: „En ég lærði það snemma á mínum ferli að með því að beina sjónunum að vellíðan fólks, getur maður haft áhrif. Fyrsta Wellbeing prógram InterContinental var árið 2012 og það prógram sem ég bjó til. Núna er ég að gera þetta í gegnum minn eigin rekstur, því þannig tel ég mig geta haft áhrif og það væri bara virkilega gaman að leggja fyrirtækjum og stofnunum heima lið, því mér finnst vera ákveðin vitundavakning á Íslandi núna og það er mjög jákvætt.“ Íslendingar erlendis Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Sjá meira
„Og mér tókst alltaf að vera með um 35-50 blöð,“ segir hún stolt. Með sambærilegt blik í augunum og síðar í samtalinu, þegar hún lýsir því að hafa verið að kenna og þjálfa starfsfólki á 654 hótelum InterContinental-hótelkeðjunni. Eða þegar hún var forstjóri hótelstjórnendaskólans Ferrières Hospitality et Luxury Management School. Því já; Krummu finnst einfaldlega svo gaman að vinna. Þó beitir hún sér sérstaklega fyrir því í dag að fólk rækti sjálfan sig það vel, að það sé ekki í hættu á kulnun eða að heilsan líði fyrir álag í vinnu eða einkalífinu. Búin að útbúa sérstök spil þessu tengt sem nú fást á íslensku, kennir fólki í skólum, sveitarfélögum, stofnunum og einkafyrirtækjum að hlúa betur að sjálfum sér í gegnum fyrirtækið sitt sem hún stofnaði samhliða skólastjórnarstarfinu. „Það er ekkert mál að þjálfa fólk. Það eru allir að þjálfa fólk í einhverju. Ég legg hins vegar áherslu á að fólk læri að þekkja sjálft sig. Það er ákveðinn grunnur og út á það ganga til dæmis spilin sem svo auðveldlega er hægt að nota í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Krumma og dregur upp úr bunkanum eitt spil sem einfaldlega spyr: Hvernig okkur líði. Að læra þrautseigju og seiglu Sögu Krummu hafa sumir heyrt af áður enda þetta ekki fyrsta viðtalið sem Krumma fer í. Hér heima eða erlendis, því þegar spjallið er tekið við Krummu er hún nýkomin úr viðtali hjá frönskum fjölmiðli; Nánar tiltekið í sjónvarpinu. „Afsakaðu hvað ég er mikið máluð, ég er það nú ekki almennt,“ segir hún og skellihlær. Alin upp í Garðabæ, segir Krumma æskuna sína hafa verið ótrúlega góða í alla staði. „Stundum hálf skammast ég mín fyrir að hafa átt svona góða æsku. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hvað sumt fólk hefur þurft að ganga í gegnum margt erfitt.“ Um þessar mundir er Krumma ekki aðeins að byggja upp stjórnenda- og ráðgjafafyrirtækið sitt, sem nú telur þrjá aðra starfsmenn líka. Því Krumma er líka í doktorsnámi, eftir að hafa skellt sér í háskólanám fertug, klárað bachelor-gráðuna þá í hótelstjórnun, síðar meistaranám í hagnýtri jákvæðri sálfræði og markþjálfunarsálfræði og nú doktorsnám Leadership and strategstic managment. En aftur yfir í fyrsta starfið: Að bera út Moggann í Garðabæ. „Ég er frekar lítil kona og það að hafa verið tólf ára að berjast í snjó og byl tók alveg á. En pabbi gerði þetta þannig að ef það var brjálað veður, þá keyrði hann á eftir mér,“ segir Krumma og bætir við: „Þannig að hann keyrði mig ekki eða gerði þetta fyrir mig. Heldur keyrði á eftir mér til að passa að ég væri örugg. Það er mikill munur þarna á.“ Enda oft þrautseigja og seigla sem krakkar læra af því að takast á við hlutina sjálf. Sem Krumma svo sannarlega lærði að gera snemma. Því eftir að hafa stundað íþróttir alla æsku og stefna á íþróttakennaranám eftir stúdentinn, breyttust allar forsendur eftir að hún fékk smá hnykk í hálsinn eftir bílslys og þeir draumar voru fyrir bí. Krumma skellti sér þá til Parísar með vinkonu sinni þar sem ætlunin var að finna sér vinnu og halda síðan út í frekari ævintýri þar sem stöllurnar myndu ferðast á milli landa og finna sér vinnu þess á milli. Vinkonan fékk hins vegar starf á skemmtiferðarskipi, Krumma hjá Disney þar sem hún kynntist snemma tilvonandi eiginmanni sínum: Nabil Lamouri. Saman eiga þau þrjú börn: Selju Sif, Mishaal Helgu og Linuh Hindar. En hvernig kom það til að Krumma skapaði sér svona stórt nafn og starfsferil í hótelbransanum og hvað leiddi hana til þess að vilja nú starfa sem ráðgjafi að stjórnendaþjálfun og aukinni vellíðan á vinnustöðum – meira að segja á Íslandi? Krumma segir ekkert mál að þjálfa fólk, það séu allir að þjálfa fólk í einhverju. Sjálf leggi hún hins vegar áherslu á að fólk þekki sjálft sig og kunni þá betur að setja sín mörk. Ekki síst á Íslandi þar sem Krummu sýnist sem svo að margt fólk sé að keyra sig mikið út; Ekki bara í vinnunni heldur einkalífinu líka.Vísir/Vilhelm Listin að slappa af í álagi Krumma segir að þegar hún var unglingur og mamma hennar lét hana fá pening til að kaupa sér fín föt, þýddi það að hún fór og keypti sér Henson galla. Því allt gekk jú út á íþróttirnar. Að átta sig á því eftir smá bílslys að eflaust gæti hún ekki stundað þær að kappi sem fullorðin kona var ákveðið sjokk segir Krumma. Þó þannig að hún velti því ekki of mikið fyrir sér á þeim tíma sem það var; Um eða uppúr tvítugt. „Eftir á að hyggja, horfandi til baka, búin að læra sitthvað í sálfræðinni og svo framvegis, sé ég samt að eflaust voru flutningarnir út að vissu leyti ákveðinn flótti. Því með því að fara til útlanda þurfti ég ekki að skýra neitt út fyrir vinum og jafnöldrum sem héldu áfram í íþróttunum, fóru á Laugavatn eða héldu í kennaranámið.“ Að eitthvað sé lán í óláni er þó kannski málið því þótt Disney starfið hafi ekki komið upp í hendurnar á Krummu strax, sem einfaldlega fór tvisvar og sótti um sama starfið til að koma sér að, leiddi það til þess að hún svo sannarlega fann sína hillu til margra ára: Að starfa í hótelgeiranum. Sem síðar leiddi hana í stjórnunarstörf og enn síðar í að verða stjórnendaráðgjafi. „Ég mun aldrei flytja aftur heim en hef alveg áhuga á að vinna meira með íslenskum fyrirtækjum, skólum, sveitarfélögum og stofnunum því mér finnst ákveðin þörf á því á Íslandi að sporna gegn kulnun,“ segir Krumma og bætir við: Því á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út. Ekki aðeins í vinnu, heldur líka öllu öðru: Þú ert varla maður með mönnum ef þú ert ekki að ganga á fjöll, eða hlaupa maraþon eða gera alls konar hluti. Þetta er keyrsla sem maður þekkir ekki í sama mæli erlendis.“ Því þótt Krumma segist elska að vinna og hafi alla tíð lagt metnað sinn í að vera dugleg, segist hún líka kunna að slaka á. „Ég kann alveg að vera heima í slökun heilan sunnudag og fara nánast ekki úr náttfötunum. Í stjórnendaþjálfuninni minni legg ég einmitt áherslu á að fólk læri svolítið að þekkja sjálfan sig. Því með því að þekkja okkur sjálf, erum við betur til þess fallinn að sporna við örmögnun en líka að tryggja að okkur líði almennt vel. Þótt það sé álag.“ Því svo sannarlega þekkir Krumma líka álag. Og að hafa unnið sig hátt upp í starfsframa innan hótelgeirans með því einfaldlega að vinna mikið og vinna í mörgum störfum. „Ég var að gamni að telja það í huganum um daginn hvað þetta hefðu verið mörg störf. Og reiknast til að ég hafi á 30 árum í Frakklandi unnið í 30 ólíkum störfum,“ segir Krumma og hlær. Því aðeins um ári eftir að Krumma hlaut frábæra þjálfun í Disneyhótelskólanum svokallaða, var hún sjanghæuð til Sheraton hótelsins. „Þá var verið að opna það við Parísarflugvöllinn,“ segir Krumma til útskýringar. Enda líklegt að margir Íslendingar þekki það hótel. Krumma ólst upp í Garðabæ og segir æskuna hafa verið frábæra. Lengst var var draumurinn að verða íþróttakennari en lítið slys breytti þeim áformum og í kjölfarið hélt Krumma á vit ævintýranna og fór til Frakklands. Um fertugt skelli hún sér aftur í skóla; fyrst í bachelor nám, síðan meistaranám og er nú í doktorsnámi. Þegar starfsframinn fór á flug Krumma og Nabil bjuggu reyndar á indversku eyjunni Reunion í tvö ár. Þar sem Nabil fór á tækninámskeið tengt því starfi sem hann hefur alla tíð starfað í; Í hljóð- og myndtækni hjá franska sjónvarpinu. „Þar vann ég líka í alls konar störfum en það sem var líka æðislegt að læra á þessari litlu frönsku nýlendueyju er að á henni var fólk frá svo mörgum ólíkum þjóðernum og menningarheimum, en virðingin gagnvart náunganum algjör. Ég hef oft hugsað til þess að það sem þessi litla eyja kenndi manni var að samfélög fjölbreytileikans án fordóma, eru vel möguleg.“ Frá Sheraton færði Krumma sig síðan yfir til InterContinental hótelsins þar sem hún starfaði um árabil og færðist alltaf áfram upp í starfi. Endaði í framkvæmdastjórn sem nokkurs konar gæðastjóri og sá auk þess um innanhússamskiptin. Þaðan lá leiðin síðan á enn stærra svið. „Því ég fór frá því að vinna í stjórnunarstarfi á einu InterContinental hóteli yfir í að þjálfa fólk á rúmlega 650 InterContinental hótelum,“ segir Krumma og aftur hlær hún dátt. Störf Krummu kölluðu oft á ferðalög. Með lítil börn heima púsluðu þau hjónin hlutunum þannig saman að vera með konu í fullu starfi, sem bjó rétt hjá og átti barn á svipuðu reki og elstu dóttur þeirra. „Þessi kona endaði með að vera starfandi hjá okkur þar til 2014 og er því fyrir löngu orðin ein af fjölskyldunni,“ segir Krumma en bætir við: „En síðan er ég líka svo heppin að starfið hans Nabils er svo skipulagt að ef þú myndir spyrja mig hvernig vinnan hjá Nabil yrði í febrúar árið 2029, gæti ég einfaldlega flett því upp. Því það vaktskipulagi liggur fyrir núna. Nabil vinnur líka þannig að vinnuvikan er kláruð á þremur dögum því hún felur í sér bæði dag- og næturvaktir.“ Svo er því að heyra að þótt álagið hafi verið mikið í vinnunni og starfsframanum og að ala upp börn í leiðinni, síðar að skella sér í háskólanám, meistaranám og nú doktorsnám hafi aldrei verið neitt of mikið. En hvernig fer Krumma að þessu? Enn skælbrosandi og oft að skella upp úr í samtalinu. Aldrei nokkur tónn um að álag hafi verið of mikið eða hún nokkurs staðar nálægt því að upplifa örmögnun…. Nýverið gaf Krumma út bók sem heitir Stop - Full SSSTOPPPP en hún tengist þeim rauða þræði sem er í námskeiði Krummu og gengur út á að fá fólk til að stoppa, vakna og velja. Sjálfri finnst henni rosalega gaman að vinna en hún kunni líka þá list að slappa af og gera ekki neitt. Vísir/Vilhelm Jú svarið er einfaldlega þetta: Krumma fór að tala fyrir því mjög snemma í sínu stjórnendastarfi að fólk ræktaði sjálft sig vel. „Mögulega kemur þetta frá íþróttunum og að hafa verið í íþróttum alla tíð. En þegar ég horfi til baka, man ég til dæmis eftir því hjá InterContinental að ég fór snemma sem stjórnandi að beina sjónunum að mannauðsmálunum; Hvort allt væri í lagi eða í jafnvægi,“ segir Krumma og tekur sem dæmi: „Staðan í upphafi var til dæmis þannig að fólk sem var að vinna á næturvöktum var hvorki með aðstöðu til að borða mat eða að fá til sín mat og svo framvegis. En hvernig gastu staðið þig mjög vel eða látið þér líða vel í starfi ef þú gast ekki borðað góðar máltíðir heilu og hálfu næturnar?“ Allt snýst þetta því um ákveðið jafnvægi segir Krumma. Það er galdurinn. „Ég er til dæmis algjör sætindamanneskja. En ég kann líka að borða hollt og hreyfa mig,“ segir Krumma og bætir við: „Rauði þráðurinn í námskeiðinu hjá mér er í raun að fá fólk til að stoppa, vakna og velja,“ segir Krumma. Sem nýverið gaf líka út bókina Stop – Full SSSTOPPPP, sem ætluð er fyrir blómstrandi einstaklinga, framúrskarandi fagfólk og árangursríka leiðtoga. Og hver er ekki til í að teljast í þeim hópi? Krumma vinnur með nemendum, kennurum, sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum og hefur áhuga á að vinna meira með íslenskum aðilum. Ekki aðeins vegna þess að örmögnun er að mælast hátt í íslensku atvinnulífi heldur líka vegna þess að á Íslandi er ákveðin vitundavakning um að fólk hlúi betur að sér. Sjálfsþekkingin og Ísland Auðvitað á það við um Krummu eins og okkur öll hin, að sitthvað hefur hún lært á löngum starfsferli, sem síðan skilaði því að hún hefur bætt við sig heilmiklu námi og þekkingu og er enn á þeirri vegferð að vilja læra og þróast meir. „Ég vann mig upp í starfsframa með ekkert nema stúdentsprófið en ákvað þó um fertugt að skella mér í háskólanám til þess að ná mér í bachelor-gráðuna. Ég fór í námið samhliða vinnu og það lá beinast við að klára gráðuna í hótelfræðunum, þótt ég hefði svo sem áhuga á ýmsu öðru,“ segir Krumma. Ástæðan fyrir því að Krumma fór síðan í meistaranámið var að henni fannst hún ekki geta verið stjórnandi hótelstjórnunarskóla sem byði upp á meistaranám, en væri ekki með meistaragráðu sjálf. „Ég stofnaði samt fyrirtækið mitt, Positive Performances árið 2020, þegar að ég starfaði enn við skólann. Enda hef ég svo sem alltaf verið skynsöm í peningamálum og fór mér því hægt í að fara í eigin rekstur. Nú er ég hins vegar komin á fullt í þann rekstur og hefði mjög mikinn áhuga á að vinna meira með Íslendingum,“ segir Krumma sem segir viðskiptavinahópinn hennar í raun vera menntaskólinn plús. „Því ég vinn með menntaskólakennurum sem geta hæglega nýtt sér spilin mín með sínum nemendum þegar eitthvað kemur upp, rétt eins og stjórnandinn getur gert sem stýrir fyrirtæki eða stofnun.“ Krumma segir það ekki úr lausu loftið gripið að vilja vinna svolítið með ungu fólki. „Við verðum að horfast í augu við að okkar kynslóð hefur svolítið klikkað á því að kenna börnunum okkar ákveðna seiglu. Það þarf ekki mikið til, þá er allt ómögulegt. Sem er ekki gott því auðvitað þurfum við öll að læra þolinmæði og átta okkur á því að í lífinu fylgir það líka að stundum sé sagt Nei,“ segir Krumma. Sjáðu nú bara þetta dæmi sem ég nefndi um pabba áðan. S em keyrði á eftir mér í brjáluðu veðri um hánótt, ég pínulítil að bera út blöðin. En hann kenndi mér að gera þetta sjálf í staðinn fyrir að gera þetta fyrir mig.“ Eflaust grunaði fimleikastúlkunni í Garðabæ sem bar út Moggann í mörg ár ekki í hug á sínum tíma að hún myndi búa og starfa í Frakklandi alla sína starfsævi, gæfi út bók og væri meira að segja pistlahöfundur í Forbes. Krumma segir að með sjálfsþekkingu lærum við að blanda saman vellíðan og árangri. Krumma segir að hvort sem námskeiðin hennar séu fyrir nemendur, kennara eða stjórnendur, snúist þau í grunninn um að byggja upp sjálfsþekkingu, sjálfsímynd, gagnrýna hugsun, þolinmæði og virka hlustun. Því með sjálfsþekkingunni lærum við að blanda saman vellíðan og árangri. Þessi tvö gildi þurfa að vera hlið við hlið og eiga að vera það. Þess vegna segi ég að það sé svo mikilvægt að fólk læri að þekkja sjálft sig í staðinn fyrir að vera svona upptekið í því að keyra sig út á öllum vígstöðvum; Ekki bara í vinnunni heldur eins og á Íslandi þar sem allir eru að keppast við marga hluti í einu að virðist,“ segir Krumma og bætir við: „En ég lærði það snemma á mínum ferli að með því að beina sjónunum að vellíðan fólks, getur maður haft áhrif. Fyrsta Wellbeing prógram InterContinental var árið 2012 og það prógram sem ég bjó til. Núna er ég að gera þetta í gegnum minn eigin rekstur, því þannig tel ég mig geta haft áhrif og það væri bara virkilega gaman að leggja fyrirtækjum og stofnunum heima lið, því mér finnst vera ákveðin vitundavakning á Íslandi núna og það er mjög jákvætt.“
Íslendingar erlendis Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Sjá meira
Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03
Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01