Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 11:46 Framrúðan var mölbrotin. Afturelding Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Aftureldingar í nótt. Rútan hefur verið í eigu félagsins síðan 2010 og segja forsvarsmenn félagsins að sorgin í samfélaginu sé mikil. „Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding
Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira