Sport

Dag­skráin í dag: Lengju­bikar kvenna, úr­vals­deildin í keilu og NBA

Smári Jökull Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar Breiðabliks verða í eldlínunni í Lengjubikarnum í dag.
Íslandsmeistarar Breiðabliks verða í eldlínunni í Lengjubikarnum í dag.

Úrvalsdeildin í keilu verður í beinni útsendingu í kvöld á Stöð 2 Sport og þá verða tveir leikir í Lengjubikar kvenna sýndir beint.

Stöð 2 Sport

Breiðablik og Víkingur mætast í Lengjubikar kvenna klukkan 13:50 og klukkan 16:20 er komið að leik Þór/KA og Fram í sömu keppni.

Klukkan 19:30 er svo komið að úrvalsdeildinni í keilu þar sem spennan verður án efa mikil eins og í síðustu keppnum.

Stöð 2 Sport 2

Dallas Mavericks og Golden State Warriors mætast í NBA-deildinni og verður leikurinn sýndur beint klukkan 19:30.

Stöð 2 Sport 4

Sýnd verður beint frá Magical Kenya Open mótinu á DP World Tour mótaröðinni og hefst útsending klukkan 9:00.

Vodafone Sport

Ísak Bergmann Jóhannesson verður í eldlínunni með Dusseldorf sem mætir Köln í næst efstu deild í Þýskalandi. Bein útsending hefst klukkan 12:25 en Dusseldorf er í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili.

RB Leipzig og Heidenheim mæast í þýsku úrvalsdeildinni klukkan 14:25 og klukkan 16:25 mætast topplið Bayern Munchen og Frankfurt.

Við lokum síðan kvöldin með leik Pittsburg Penguins og New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×