Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:33 Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun