Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar 25. febrúar 2025 15:02 Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun