Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar 21. febrúar 2025 11:17 Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun