Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar 21. febrúar 2025 11:17 Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun