Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:01 Undanfarna daga hefur verið fjallað í fréttum um misnotkun og illa meðferð á verkafólki sem að starfar við ræstingastörf, en sá hópur fólks er að langstærstum hluta aðfluttar konur. Sagt hefur verið frá því hvernig fólk sem starfar t.d. hjá fyrirtækinu Dögum er blekkt til að skrifa undir breytingar á ráðningarsamningi, breytingar sem að leiða til þess að laun fólks lækka um 20%, lækkun sem skilur fólk eftir með lægri laun en þau voru með áður en kjarasamingsbundnar launahækkanir síðustu samninga tóku gildi. Einnig höfum við heyrt frásögn ungrar konu, Andreinu Edwards, sem var kjörin trúnaðarmaður Eflingar hjá fyrirtækinu Ræstitækni. Hún sinnti trúnaðarmannahlutverkinu af áhuga og skyldurækni sem varð til þess að stjórnendur Ræstitækni hófu það sem kalla má ofsóknir gagnvart henni. Ofsóknirnar fólu í sér að henni var bannað að ræða kjaramál við samstarfsfólk sitt og náðu hámarki þegar að henni var meinað að sækja trúnaðarmannanámskeið hjá Eflingu vegna þess að hún talar ekki íslensku, en slíkt er ekki aðeins brot á kjarasamningsbundnum réttindum hennar heldur brot á á lögum nr. 86 frá 2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði sem banna mismunun og áreitni á grundvelli þjóðernisuppruna. Framferði sem brýtur gegn grunngildum Þær frásagnir sem við í verkalýðhreyfingunni höfum heyrt, til dæmis frásagnir af því áfalli sem fólk verður fyrir þegar það fær útborgað og sér að launin þeirra hafa lækkað um 100.000 krónur, þrátt fyrir að vinnuálagið og verkefnin hafi ekkert breyst, eru þannig að okkur ber einfaldlega skylda til að deila þeim með íslenskum almenningi. Frásagnirnar eru ekki aðeins sögur af alvarlegum siðferðisbrest og gróðasýki stjórnenda umræddra fyrirtækja. Þær eru sögur af stórkostlegum vanda sem að þjóðfélag okkar stendur frammi fyrir, vanda sem að eitrar samfélagið og grefur undan öllum þeim hefðum og gildum sem að við viljum halda í heiðri. Sú framkoma og meðferð á aðfluttum verkakonum sem viðgengst hér á landi brýtur í bága við grundvallarmannréttindi samfélagsgerðar okkar. Sérhver manneskja á rétt á því að lagaleg réttindi hennar séu virt og að hún fái rétt laun fyrir unna vinnu. Sérhver manneskja á rétt á því að verða ekki fyrir fjárhagslegum blekkingum. Sérhver manneskja hefur fullt málfrelsi. Sérhver manneskja má gefa kost á sér til trúnaðarstarfa og sinna þeim samkvæmt lögum og reglum. Þetta eru grunngildi lýðræðislegra samfélaga. Framferði fyrirtækjaeigenda í ræstingageiranum er brot á þessum gildum. Komist þeir upp með að svívirða þessi gildi skapar það stórhættulegt fordæmi sem að mun rýra lífsgæði okkar allra og gera samfélag okkar verra. Grafið undan heilsu og velferð Misnotkun á fólkinu sem heldur samfélaginu okkar hreinu, ómissandi fólki í allri þjóðhagslegri verðmætasköpun, viðheldur ekki aðeins alvarlegum efnahagslegum ójöfnuði. Hún grefur líka undan líkamlegri og andlegri heilsu þeirra sem fyrir henni verða, en um þau hræðilegu áhrif má lesa í skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem ber heitið „Staða og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar“ og kom út árið 2023. Þar má sjá svart á hvítu hvernig ofur-arðrán á jaðarsettasta fólki íslensks vinnumarkaðar birtist – kjör þeirra og tilveruskilyrði eru einfaldlega verri í öllum þáttum en allra annara á vinnumarkaði. Þessi skýrsla var meðal þeirra gagna sem við í Eflingu og SGS studdumst við í kjaraviðræðum síðasta vetrar, þar sem sérstök áhersla var lögð á að leiðrétta og bæta kjör ræstingafólks. Aldrei gerðist það í viðræðunum að fulltrúar SA eða ræstingafyrirtækjanna héldu því fram að niðurstöður könnunarinnar sem skýrslan fjallar um væru rangar. Okkar upplifun var sú að fulltrúar atvinnurekenda einfaldlega áttuðu sig á því að þeir yrðu að horfast í augu við það umfangsmikla samfélagslega vandamál sem að rekstrarhættir þeirra höfðu skapað. Þess vegna var – án þess að Efling færi í verkföll – samið um sérstaka hækkun fyrir ræstingafólk. Þessa hækkun hefði í raun mátt kalla leiðréttingu á sögulega vanmetnum kvennastöfum, eins og sérstaka hækkunin sem Efling samdi um við Reykjavíkurborg árið 2020 var kölluð. Fagurgali Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins vildu kalla samningana sem undirritaðir voru fyrir tæpu ári, þann 7. mars 2024, Stöðugleikasamninga. Við í breiðfylkingunni féllumst á það. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, lét þessi orð falla í tilefni undirritunar samningsins: „Samhljómur hefur verið milli samningsaðila um undirstöðuatriði bættra lífskjara, eitt meginmarkmið samninganna er að byggja undir efnahagslegan stöðugleika svo bæði fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Þessi kjarasamningur markar tímamót og verður stefnumarkandi fyrir framhaldið. Ný vinnubrögð, góð samskipti og metnaður fyrir sameiginlegum markmiðum hefur skilað því að við erum sammála um svigrúm til launahækkana og hvaða launabreytingar samræmast verðstöðugleika. Launastefna samningsins og forsenduákvæðin bera þess glöggt merki.“ Framkvæmdastjóri SA sagði einnig eftirfarandi: „Þessi kjarasamningur ryður brautina, en til að markmiðin náist verða allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð.“ Verkalýðshreyfingin stendur við samninga, SA skjóta sér undan þeim Nú er ljóst að í stað þess að gera sitt til að viðhalda stöðugleika og friði á vinnumarkaði hefur forysta SA liðsinnt ræstingarfyrirtækjum og stutt þau í fordæmalausri aðför að réttindum láglaunkvenna á íslenskum vinnumarkaði. Ömurleg vinnubrög og samskipti hafa leitt til þess að konur koma grátandi á skrifstofur stéttarfélaga vegna þess að búið er að lækka mánaðarlaun þeirra um 20%. Ætlar einhver að halda því fram að slíkt byggi undir efnahagslegan stöðugleika fyrir það fólk sem fyrir slíku verður? Nei, það getur enginn. Einnig er ljóst að á meðan Efling og SGS hafa fylgt kjarasamningnum í einu og öllu og aldrei skorast undan ábyrgð, hefur SA tekið þátt í því með ræstingafyrirtækjum að svíkja gerðan samning – en Efling og SGS notuðu hluta af svokölluðu „svigrúmi“ til að hækka laun ræstingafólks sérstaklega. Ræstingafyrirtækin hafa, með því að blekkja starfsfólk, komið sér undan því að greiða umsamdar hækkanir – það er staðreynd sem á þessum tímapunkti flestum hlýtur að vera ljós. Vandamálið er okkar allra Misnotkunin sem ræstingafólk verður fyrir snertir ekki aðeins þær manneskjur sem fyrir henni verða – hún snertir okkur öll og samfélagið okkar. Við eigum að standa saman og krefjast þess að kjarasamningar séu virtir. Og við eigum að krefjast þess að stjórnvöld sýni og sanni að þau hlusta á raddir láglaunakvenna og fulltrúa þeirra – og meira en það, standi með okkur í baráttunni fyrir því að grundvallarréttindi alls vinnandi fólks séu virt. Það er einfaldlega þeirra pólitíska og siðferðilega skylda. Í lýðræðissamfélagi eru réttindi vinnuaflsins það mikilvægasta sem við höfum til að tryggja félaglegan stöðugleika og efnahagslegt réttlæti. Hörð og markviss barátta verkafólks, kvenna og karla, byggði upp velferðarsamfélög Norðulandanna – þá samfélagsgerð sem við viljum lifa í og erum stolt af. Sú stéttskipting sem fengið hefur að vaxa í landinu okkar grefur undan möguleikanum á því sem við sem samfélag teljum mikilvægast: Velsæld allra, byggðri á vinnu og verðmætasköpun vinnandi fólks. Þegar brunabjallan ómar Frásagnir fólks sem starfar við ræstingar, frásagnir af launaþjófnaði, blekkingum og kúgunartilburðum eru eins og brunabjalla: Ekkert okkar getur látið sem við heyrum ekki og sjáum ekki hvað er að gerast – ef við getum það erum við einfaldlega að bregðast skyldum okkar sem frjálsar manneskjur í lýðsræðissamfélagi. Við í Eflingu krefjumst þess að réttindi ræstingafólks séu virt í einu og öllu. Við munum ekki hætta að berjast fyrr en að raunverulegar umbætur eiga sér stað. Við ætlum ekki að leyfa óheftri gróðasýki að eitra samfélag okkar á kostnað vinnandi fólks. Við treystum því að þið standið öll með okkur. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið fjallað í fréttum um misnotkun og illa meðferð á verkafólki sem að starfar við ræstingastörf, en sá hópur fólks er að langstærstum hluta aðfluttar konur. Sagt hefur verið frá því hvernig fólk sem starfar t.d. hjá fyrirtækinu Dögum er blekkt til að skrifa undir breytingar á ráðningarsamningi, breytingar sem að leiða til þess að laun fólks lækka um 20%, lækkun sem skilur fólk eftir með lægri laun en þau voru með áður en kjarasamingsbundnar launahækkanir síðustu samninga tóku gildi. Einnig höfum við heyrt frásögn ungrar konu, Andreinu Edwards, sem var kjörin trúnaðarmaður Eflingar hjá fyrirtækinu Ræstitækni. Hún sinnti trúnaðarmannahlutverkinu af áhuga og skyldurækni sem varð til þess að stjórnendur Ræstitækni hófu það sem kalla má ofsóknir gagnvart henni. Ofsóknirnar fólu í sér að henni var bannað að ræða kjaramál við samstarfsfólk sitt og náðu hámarki þegar að henni var meinað að sækja trúnaðarmannanámskeið hjá Eflingu vegna þess að hún talar ekki íslensku, en slíkt er ekki aðeins brot á kjarasamningsbundnum réttindum hennar heldur brot á á lögum nr. 86 frá 2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði sem banna mismunun og áreitni á grundvelli þjóðernisuppruna. Framferði sem brýtur gegn grunngildum Þær frásagnir sem við í verkalýðhreyfingunni höfum heyrt, til dæmis frásagnir af því áfalli sem fólk verður fyrir þegar það fær útborgað og sér að launin þeirra hafa lækkað um 100.000 krónur, þrátt fyrir að vinnuálagið og verkefnin hafi ekkert breyst, eru þannig að okkur ber einfaldlega skylda til að deila þeim með íslenskum almenningi. Frásagnirnar eru ekki aðeins sögur af alvarlegum siðferðisbrest og gróðasýki stjórnenda umræddra fyrirtækja. Þær eru sögur af stórkostlegum vanda sem að þjóðfélag okkar stendur frammi fyrir, vanda sem að eitrar samfélagið og grefur undan öllum þeim hefðum og gildum sem að við viljum halda í heiðri. Sú framkoma og meðferð á aðfluttum verkakonum sem viðgengst hér á landi brýtur í bága við grundvallarmannréttindi samfélagsgerðar okkar. Sérhver manneskja á rétt á því að lagaleg réttindi hennar séu virt og að hún fái rétt laun fyrir unna vinnu. Sérhver manneskja á rétt á því að verða ekki fyrir fjárhagslegum blekkingum. Sérhver manneskja hefur fullt málfrelsi. Sérhver manneskja má gefa kost á sér til trúnaðarstarfa og sinna þeim samkvæmt lögum og reglum. Þetta eru grunngildi lýðræðislegra samfélaga. Framferði fyrirtækjaeigenda í ræstingageiranum er brot á þessum gildum. Komist þeir upp með að svívirða þessi gildi skapar það stórhættulegt fordæmi sem að mun rýra lífsgæði okkar allra og gera samfélag okkar verra. Grafið undan heilsu og velferð Misnotkun á fólkinu sem heldur samfélaginu okkar hreinu, ómissandi fólki í allri þjóðhagslegri verðmætasköpun, viðheldur ekki aðeins alvarlegum efnahagslegum ójöfnuði. Hún grefur líka undan líkamlegri og andlegri heilsu þeirra sem fyrir henni verða, en um þau hræðilegu áhrif má lesa í skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem ber heitið „Staða og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar“ og kom út árið 2023. Þar má sjá svart á hvítu hvernig ofur-arðrán á jaðarsettasta fólki íslensks vinnumarkaðar birtist – kjör þeirra og tilveruskilyrði eru einfaldlega verri í öllum þáttum en allra annara á vinnumarkaði. Þessi skýrsla var meðal þeirra gagna sem við í Eflingu og SGS studdumst við í kjaraviðræðum síðasta vetrar, þar sem sérstök áhersla var lögð á að leiðrétta og bæta kjör ræstingafólks. Aldrei gerðist það í viðræðunum að fulltrúar SA eða ræstingafyrirtækjanna héldu því fram að niðurstöður könnunarinnar sem skýrslan fjallar um væru rangar. Okkar upplifun var sú að fulltrúar atvinnurekenda einfaldlega áttuðu sig á því að þeir yrðu að horfast í augu við það umfangsmikla samfélagslega vandamál sem að rekstrarhættir þeirra höfðu skapað. Þess vegna var – án þess að Efling færi í verkföll – samið um sérstaka hækkun fyrir ræstingafólk. Þessa hækkun hefði í raun mátt kalla leiðréttingu á sögulega vanmetnum kvennastöfum, eins og sérstaka hækkunin sem Efling samdi um við Reykjavíkurborg árið 2020 var kölluð. Fagurgali Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins vildu kalla samningana sem undirritaðir voru fyrir tæpu ári, þann 7. mars 2024, Stöðugleikasamninga. Við í breiðfylkingunni féllumst á það. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, lét þessi orð falla í tilefni undirritunar samningsins: „Samhljómur hefur verið milli samningsaðila um undirstöðuatriði bættra lífskjara, eitt meginmarkmið samninganna er að byggja undir efnahagslegan stöðugleika svo bæði fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Þessi kjarasamningur markar tímamót og verður stefnumarkandi fyrir framhaldið. Ný vinnubrögð, góð samskipti og metnaður fyrir sameiginlegum markmiðum hefur skilað því að við erum sammála um svigrúm til launahækkana og hvaða launabreytingar samræmast verðstöðugleika. Launastefna samningsins og forsenduákvæðin bera þess glöggt merki.“ Framkvæmdastjóri SA sagði einnig eftirfarandi: „Þessi kjarasamningur ryður brautina, en til að markmiðin náist verða allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð.“ Verkalýðshreyfingin stendur við samninga, SA skjóta sér undan þeim Nú er ljóst að í stað þess að gera sitt til að viðhalda stöðugleika og friði á vinnumarkaði hefur forysta SA liðsinnt ræstingarfyrirtækjum og stutt þau í fordæmalausri aðför að réttindum láglaunkvenna á íslenskum vinnumarkaði. Ömurleg vinnubrög og samskipti hafa leitt til þess að konur koma grátandi á skrifstofur stéttarfélaga vegna þess að búið er að lækka mánaðarlaun þeirra um 20%. Ætlar einhver að halda því fram að slíkt byggi undir efnahagslegan stöðugleika fyrir það fólk sem fyrir slíku verður? Nei, það getur enginn. Einnig er ljóst að á meðan Efling og SGS hafa fylgt kjarasamningnum í einu og öllu og aldrei skorast undan ábyrgð, hefur SA tekið þátt í því með ræstingafyrirtækjum að svíkja gerðan samning – en Efling og SGS notuðu hluta af svokölluðu „svigrúmi“ til að hækka laun ræstingafólks sérstaklega. Ræstingafyrirtækin hafa, með því að blekkja starfsfólk, komið sér undan því að greiða umsamdar hækkanir – það er staðreynd sem á þessum tímapunkti flestum hlýtur að vera ljós. Vandamálið er okkar allra Misnotkunin sem ræstingafólk verður fyrir snertir ekki aðeins þær manneskjur sem fyrir henni verða – hún snertir okkur öll og samfélagið okkar. Við eigum að standa saman og krefjast þess að kjarasamningar séu virtir. Og við eigum að krefjast þess að stjórnvöld sýni og sanni að þau hlusta á raddir láglaunakvenna og fulltrúa þeirra – og meira en það, standi með okkur í baráttunni fyrir því að grundvallarréttindi alls vinnandi fólks séu virt. Það er einfaldlega þeirra pólitíska og siðferðilega skylda. Í lýðræðissamfélagi eru réttindi vinnuaflsins það mikilvægasta sem við höfum til að tryggja félaglegan stöðugleika og efnahagslegt réttlæti. Hörð og markviss barátta verkafólks, kvenna og karla, byggði upp velferðarsamfélög Norðulandanna – þá samfélagsgerð sem við viljum lifa í og erum stolt af. Sú stéttskipting sem fengið hefur að vaxa í landinu okkar grefur undan möguleikanum á því sem við sem samfélag teljum mikilvægast: Velsæld allra, byggðri á vinnu og verðmætasköpun vinnandi fólks. Þegar brunabjallan ómar Frásagnir fólks sem starfar við ræstingar, frásagnir af launaþjófnaði, blekkingum og kúgunartilburðum eru eins og brunabjalla: Ekkert okkar getur látið sem við heyrum ekki og sjáum ekki hvað er að gerast – ef við getum það erum við einfaldlega að bregðast skyldum okkar sem frjálsar manneskjur í lýðsræðissamfélagi. Við í Eflingu krefjumst þess að réttindi ræstingafólks séu virt í einu og öllu. Við munum ekki hætta að berjast fyrr en að raunverulegar umbætur eiga sér stað. Við ætlum ekki að leyfa óheftri gróðasýki að eitra samfélag okkar á kostnað vinnandi fólks. Við treystum því að þið standið öll með okkur. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun