Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Jón Pétur segir Heiðu Björgu hafa blokkað sig á Facebook. Vísir/Samsett Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29