„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. febrúar 2025 20:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur trú á Heiðu Björg í hlutverki borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira