Sport

Dag­skráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sam­bands­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ríkjandi Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ríkjandi Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Oscar J. Barroso/Getty Images

Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar Evrópu í dag. Allir drættirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 mætast Hamar og Sindri í 1. deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.00 hefst drátturinn fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Klukkan 12.00 er komið að Evrópudeildinni. Klukkan 13.00 verður svo dregið í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.00 er golfmótið Magical Kenía Open á dagskrá. Klukkan 03.30 er golfmótið Honda LPGA Tæland á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 12.55 er leikur Damac og Al Ahli í efstu deild Sádi-Arabíu í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 16.55 er leikur Al Nassr og Al Ettifaq í sömu deild á dagskrá.

Klukkan 19.55 er leikur Burnley of Sheffield Wednesday í ensku B-deild karla í fótbolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×