Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 16:09 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52