Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 16:09 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52