Arsenal hefur gefið úr fjárhagsreikning síðasta rekstrarárs sem endaði 31. maí 2024.
Arsenal aflaði á þessu fjárhagsári 616,6 milljónum punda sem eru meira en 109 milljarðar í íslenskum krónum. ESPN sagði frá.
Arsenal reveal £17.7m loss after jump in wages
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) February 19, 2025
Arsenal have announced a loss of £17.7million ($22.3m) for the year ending May 31 2024.https://t.co/ISHVM0HNOR
Þetta er mikið stökk frá árinu á undan þar sem Arsenal fékk 466,7 milljónir punda inn úr rekstrinum.
Þrátt fyrir þetta þá var tapið á þessum tólf mánuðum 17,7 milljónir punda eða 3,1 milljarður króna.
Gjöldin voru nefnilega hærri en heildarinnkoman. Hér munaði miklu um að launakostnaðurinn hækkaði úr 234,8 milljónum punda upp í 327,8 milljónir punda. Launin hækkuðu um fjörutíu prósent en innkoman um 32 prósent.
Arsenal borgaði því 93 milljónir punda meira í laun til leikmanna sem er hækkun upp á 16,5 milljarða í íslenskum krónum.
Inn í kostnaðinum eru stór kaup á leikmönnum því á þessum tólf mánuðum borgaði Arsemal 105 milljónir punda fyrir Declan Rice, 67,5 milljónir punda fyrir Kai Havertz og 38 milljónir punda fyrir Jurriën Timber.
Arsenal publish 23/24 results 🔑figures
— Kieran Maguire (@KieranMaguire) February 19, 2025
Revenue £616m⬆️32%
Wages £328m ⬆️40%
Underlying loss £50m ⬆️30%
Player sale profits £51m ⬆️376%
Interest costs 18m ⬆️196%
Player purchases £256m
Player sales £66m
Borrowing from bank of Stan £80m pic.twitter.com/CMNpIQyAPa