Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 18:52 Rógvi segir Íslendinga almennt vel liðna og að þeir nái fljótt tökum á færeyskunni. KVF/Bjarni Árting Rubeksen Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja. Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja.
Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira