„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 19:01 Sölvi Geir fagnar komu Gylfa en hefur lítinn áhuga á fjölmiðlafárinu. Vísir/Samsett Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira