Ofurstinn flytur til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 09:58 Andlit Sanders ofursta prýðir um þrjátíu þúsund skyndibitastaði víðsvegar um heiminn. Hann stofnaði KFC í Kentycky en nú stendur til að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Texas. EPA/FAZRY ISMAIL Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky. Um er að ræða lið í áætlun um að hafa tvær höfuðstöðvar. KFC og Pizza Hut verða í Plano en Taco Bell og Habit Burger & Grill verða í Irvine í Kaliforníu, samkvæmt yfirlýsingu. Þar segir einnig að KFC sé ekki alfarið að segja skilið við Kentucky. Áfram verði rekin skrifstofa í Louisville. Fjölmörg fyrirtæki Bandaríkjanna hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Texas á undanförnum árum vegna hagstæðra fyrirtækjaskatta og stefnumála sem þykja vinveitt stórum fyrirtækjum. Flutningar fyrirtækja hafa verið sérstaklega tíðir eftir faraldur Covid. BBC hefur þó eftir Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, að hann sé vonsvikinn með þessa ákvörðun og segist viss um að Harland David Sanders, ofursti og stofnandi KFC, hefði einnig verið ósáttur. Ofurstatitill Sanders var heiðurstign sem hann hlaut af þáverandi ríkisstjóra Kentucky árið 1935. „Nafn fyrirtækisins byrjar á Kentucky og það hefur markaðssett arfleifð ríkis okkar og menningu með vörum sínum,“ sagði Beshear. Sanders stofnaði KFC á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann byrjaði að selja steiktan kjúkling í Corbin í Kentucky. Nú er andlit hans á um þrjátíu þúsund skyndibitastöðum í fleiri en 145 ríkjum um heiminn allan, samkvæmt vef Yum. Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um er að ræða lið í áætlun um að hafa tvær höfuðstöðvar. KFC og Pizza Hut verða í Plano en Taco Bell og Habit Burger & Grill verða í Irvine í Kaliforníu, samkvæmt yfirlýsingu. Þar segir einnig að KFC sé ekki alfarið að segja skilið við Kentucky. Áfram verði rekin skrifstofa í Louisville. Fjölmörg fyrirtæki Bandaríkjanna hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Texas á undanförnum árum vegna hagstæðra fyrirtækjaskatta og stefnumála sem þykja vinveitt stórum fyrirtækjum. Flutningar fyrirtækja hafa verið sérstaklega tíðir eftir faraldur Covid. BBC hefur þó eftir Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, að hann sé vonsvikinn með þessa ákvörðun og segist viss um að Harland David Sanders, ofursti og stofnandi KFC, hefði einnig verið ósáttur. Ofurstatitill Sanders var heiðurstign sem hann hlaut af þáverandi ríkisstjóra Kentucky árið 1935. „Nafn fyrirtækisins byrjar á Kentucky og það hefur markaðssett arfleifð ríkis okkar og menningu með vörum sínum,“ sagði Beshear. Sanders stofnaði KFC á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann byrjaði að selja steiktan kjúkling í Corbin í Kentucky. Nú er andlit hans á um þrjátíu þúsund skyndibitastöðum í fleiri en 145 ríkjum um heiminn allan, samkvæmt vef Yum.
Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira