Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2025 17:19 Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarmálunum. Vísir/Arnar Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“ Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira