„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:45 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18