„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:45 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18