Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun