Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Eng­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leeds er í beinni í dag.
Leeds er í beinni í dag. MI News/Getty Images

Hið fornfræga félag Leeds United tekur á móti Sunderland í stórleik dagsins í ensku B-deildinni. Leikurinn er að sjálfsögðu sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir stjörnuhelgina í NBA og það sem hefur drifið á daga þessa stærstu og mestu körfuboltadeildar í heimi.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 hefst útsending frá Elland Road þar sem Leeds tekur á móti Sunderland. Heimaliðið er í öðru sæti ensku B-deildarinnar á meðan Sunderland er í 4. sæti.

Klukkan 01.05 í nótt er leikur Svíþjóðar og Bandaríkjanna í NHL 4 Nations-mótinu í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×