Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 11:35 Árásarmaðurinn var myndaður með bros á vör skömmu eftir árásina. X/EPA Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar. Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar.
Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35