Innlent

Jarð­skjálfti í Brennisteinsfjöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjálftinn mun hafa fundist víða á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn mun hafa fundist víða á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um að ræða virkt skjálftasvæði og geta skjálftar þarna orðið stórir. Árið 1929 varð til að mynda 6,2 stiga skjálfti þar.

Þann 23. júní 2023 mældist 3,1 stiga skjálfti á svipuðum slóðum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að „árin 1929 og 1968 urðu skjálftar um M6.0 að stærð í Brennisteinsfjöllum. Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Skjálfti um 6 að stærð mun finnast vel um allt land en þó sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.“

Veðurstofan bendir á leiðbeiningar um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta sem má finna á heimasíðu Almannavarna.

Skjáskot af vef Veðurstofunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×