Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 18:31 Tinna Guðrún fór á kostum. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97. Það var Keflavík sem fór í fyrstu sókn leiksins en Haukar settu þó fyrstu stigin. Það var mikil jafnræði á liðinum í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið hótuðu því að fara á áhlaup en varnir beggja liða stóðu það af sér. Haukar náði þó að enda leikhlutann betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-26. Annar leikhluti byrjaði svipað og sá fyrsti þar sem mikil jafnræði voru með liðunum og náði Keflavík að jafna leikinn þegar það var aðeins liðið af leikhlutanum. Eftir því sem leið á leikhlutann voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem tóku öll völd. Þær fóru að hitta virkilega vel og stóðu fasta vörn á Keflavíkurliðið sem fannst þær eiga tilkall til nokkura kalla sem komu þó ekki. Það virtist fara svolítið í taugarnar á þeim á meðan Haukar sigldu fram úr. Haukar fóru með níu stiga forskot inn í hálfleikinn 35-44. Keflavík mætti af krafti út í seinni hálfleikinn og voru fljótar að minnka forskot Hauka niður í þrjú stig. Haukar stóðu þetta áhlaup af sér og náðu fljótt tökum á leiknum aftur. Haukar komst á gott áhlaup og náðu tólf stiga forskoti áður en Keflavík tók leikhlé til að reyna stöðva blæðinguna. Á þessum tímapunkti í leiknum voru Haukar að setja sinn tíunda þrist á móti fimm frá Keflavík. Það voru Haukar sem fóru með tíu stiga forskot inn í fjórða leikhlutann 64-74. Eins og við mátti búast var mikil barátta sem einkenndi fjórða leikhluta. Til marks um það voru fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni hjá báðum liðum. Keflavík náði upp smá „,momentum“ og minnkuðu forskot Hauka niður í fimm stig. Haukar svaraði með næstu fimm stigum. Keflavík gafst ekki upp og náðu að setja gríðarlega pressu á Hauka og jöfnuðu leikinn þegar það var rétt rúmlega mínúta eftir. Það var mikill hasar í restina en Lore Devos reyndist Haukum gríðarlega sterk og setti niður mikilvæg vítaskot fyrir gestina. Haukar náðu að komast í fjögurra stiga forskot þegar 4,7 sek lifðu á klukkunni. Keflavík náði að setja niður þrist en tíminn rann út og Haukar unnu með minnsta mun 96-97 í miklum baráttuleik. Atvik leiksins Stáltaugar Lore Devos í restina þegar hún setti niður mikilvæg vítaskot undir gríðarlegri pressu. Stjörnur og skúrkar Hjá Keflavík var Jasmine Dickey allt í öllu með 34 stig og tók níu fráköst að auki. Var Haukum erfið í kvöld. Haukar voru að hitta gríðarlega vel. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var öflug í liði Hauka og setti 26 stig. Þóra Kristín Jónsdóttir skilaði þá einnig flottu verki í kvöld á báðum endum vallarins. Það er svo ekki hægt að sleppa Lore Devos sem sýndi stáltaugar á mikilvægum mómentum. Dómarinn Eins og gengur og gerist í þessu sporti eru ekki allir allaf sammála öllum dómum. Keflavík sennilega svekktari með einhverjar ákvarðanir en heilt yfir þá var þetta að mínum dómi bara fínasta frammistaða. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Keflavík er alltaf til fyrirmyndar. Mikill körfuboltabær og því alltaf hægt að treysta á að allt sé upp á 10,5. Það var þokkalegasta mæting í stúkuna í kvöld þó það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri frá Haukum í stúkunni. Sá hluti stúkunnar var full auður fyrir svona frábært lið. „Það er ástæða fyrir því að þær eru efstar“ Sigurður Ingimundarson.Vísir/Diego „Þær voru bara betri en við í kvöld. Við vorum samt ótrúlega nálægt þeim miðað við hvað mér fannst við spila bara ekki vel lengi í leiknum. Náðum að koma þessu í alvöru leik og það var ágætt en ekki nógu gott,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld. Aðspurður um hvar leikurinn hefði mögulega tapast sagði Sigurður það hafa verið á mörgum sviðum. „Það var á mörgum sviðum. Varnarlega vorum við skelfilegar fannst mér á köflum, hræðilegar. Kannski einbeiting og fleira sem átti að vera vinna í var ekki til staðar. Þetta er langur vetur og nóg eftir. Þetta er bara hlutir sem við erum að vinna í,“ sagði Sigurður Ingimundarson. Skotnýting Hauka var virkilega góð í kvöld og erfitt að eiga við lið sem detta á svona siglingu. „Þær eru náttúrulega bara gott lið og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar og í dag langbestar. Það er nú ástæða fyrir því en nú sjáum við hvað gerist,“ sagði Sigurður. Þrátt fyrir tapið í kvöld var ýmislegt jákvætt sem hægt var að taka með úr þessum leik þó það sé líka eitt og annað sem þarf að laga. „Það er fullt af hlutum sem þurfa bara að vera lengur í einu því þá erum við bara í topp málum,“ „Við þurfum að vera miklu meira „solid“ og spila rólegra og passa boltann betur. Sóknarleikurinn var svolítið ráðvilltur líka þrátt fyrir að við skoruðum fullt af stigum þá vorum við svolítið ráðvilltar svo það er eitthvað sem við verðum bara að vinna í,“ sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Haukar
Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97. Það var Keflavík sem fór í fyrstu sókn leiksins en Haukar settu þó fyrstu stigin. Það var mikil jafnræði á liðinum í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið hótuðu því að fara á áhlaup en varnir beggja liða stóðu það af sér. Haukar náði þó að enda leikhlutann betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-26. Annar leikhluti byrjaði svipað og sá fyrsti þar sem mikil jafnræði voru með liðunum og náði Keflavík að jafna leikinn þegar það var aðeins liðið af leikhlutanum. Eftir því sem leið á leikhlutann voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem tóku öll völd. Þær fóru að hitta virkilega vel og stóðu fasta vörn á Keflavíkurliðið sem fannst þær eiga tilkall til nokkura kalla sem komu þó ekki. Það virtist fara svolítið í taugarnar á þeim á meðan Haukar sigldu fram úr. Haukar fóru með níu stiga forskot inn í hálfleikinn 35-44. Keflavík mætti af krafti út í seinni hálfleikinn og voru fljótar að minnka forskot Hauka niður í þrjú stig. Haukar stóðu þetta áhlaup af sér og náðu fljótt tökum á leiknum aftur. Haukar komst á gott áhlaup og náðu tólf stiga forskoti áður en Keflavík tók leikhlé til að reyna stöðva blæðinguna. Á þessum tímapunkti í leiknum voru Haukar að setja sinn tíunda þrist á móti fimm frá Keflavík. Það voru Haukar sem fóru með tíu stiga forskot inn í fjórða leikhlutann 64-74. Eins og við mátti búast var mikil barátta sem einkenndi fjórða leikhluta. Til marks um það voru fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni hjá báðum liðum. Keflavík náði upp smá „,momentum“ og minnkuðu forskot Hauka niður í fimm stig. Haukar svaraði með næstu fimm stigum. Keflavík gafst ekki upp og náðu að setja gríðarlega pressu á Hauka og jöfnuðu leikinn þegar það var rétt rúmlega mínúta eftir. Það var mikill hasar í restina en Lore Devos reyndist Haukum gríðarlega sterk og setti niður mikilvæg vítaskot fyrir gestina. Haukar náðu að komast í fjögurra stiga forskot þegar 4,7 sek lifðu á klukkunni. Keflavík náði að setja niður þrist en tíminn rann út og Haukar unnu með minnsta mun 96-97 í miklum baráttuleik. Atvik leiksins Stáltaugar Lore Devos í restina þegar hún setti niður mikilvæg vítaskot undir gríðarlegri pressu. Stjörnur og skúrkar Hjá Keflavík var Jasmine Dickey allt í öllu með 34 stig og tók níu fráköst að auki. Var Haukum erfið í kvöld. Haukar voru að hitta gríðarlega vel. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var öflug í liði Hauka og setti 26 stig. Þóra Kristín Jónsdóttir skilaði þá einnig flottu verki í kvöld á báðum endum vallarins. Það er svo ekki hægt að sleppa Lore Devos sem sýndi stáltaugar á mikilvægum mómentum. Dómarinn Eins og gengur og gerist í þessu sporti eru ekki allir allaf sammála öllum dómum. Keflavík sennilega svekktari með einhverjar ákvarðanir en heilt yfir þá var þetta að mínum dómi bara fínasta frammistaða. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Keflavík er alltaf til fyrirmyndar. Mikill körfuboltabær og því alltaf hægt að treysta á að allt sé upp á 10,5. Það var þokkalegasta mæting í stúkuna í kvöld þó það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri frá Haukum í stúkunni. Sá hluti stúkunnar var full auður fyrir svona frábært lið. „Það er ástæða fyrir því að þær eru efstar“ Sigurður Ingimundarson.Vísir/Diego „Þær voru bara betri en við í kvöld. Við vorum samt ótrúlega nálægt þeim miðað við hvað mér fannst við spila bara ekki vel lengi í leiknum. Náðum að koma þessu í alvöru leik og það var ágætt en ekki nógu gott,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld. Aðspurður um hvar leikurinn hefði mögulega tapast sagði Sigurður það hafa verið á mörgum sviðum. „Það var á mörgum sviðum. Varnarlega vorum við skelfilegar fannst mér á köflum, hræðilegar. Kannski einbeiting og fleira sem átti að vera vinna í var ekki til staðar. Þetta er langur vetur og nóg eftir. Þetta er bara hlutir sem við erum að vinna í,“ sagði Sigurður Ingimundarson. Skotnýting Hauka var virkilega góð í kvöld og erfitt að eiga við lið sem detta á svona siglingu. „Þær eru náttúrulega bara gott lið og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar og í dag langbestar. Það er nú ástæða fyrir því en nú sjáum við hvað gerist,“ sagði Sigurður. Þrátt fyrir tapið í kvöld var ýmislegt jákvætt sem hægt var að taka með úr þessum leik þó það sé líka eitt og annað sem þarf að laga. „Það er fullt af hlutum sem þurfa bara að vera lengur í einu því þá erum við bara í topp málum,“ „Við þurfum að vera miklu meira „solid“ og spila rólegra og passa boltann betur. Sóknarleikurinn var svolítið ráðvilltur líka þrátt fyrir að við skoruðum fullt af stigum þá vorum við svolítið ráðvilltar svo það er eitthvað sem við verðum bara að vinna í,“ sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.