Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 David Okeke treður í körfuna en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum Álftnesinga. Vísir/Anton Brink Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit