Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 David Okeke treður í körfuna en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum Álftnesinga. Vísir/Anton Brink Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira