Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 15:03 Victor Wembanyama í skotþrautinni í gærkvöld. Getty/Ezra Shaw Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell. NBA Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell.
NBA Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira