Sport

Dag­skráin: Stjörnuhelgi NBA og fót­bolti hér heima og er­lendis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mac McClung vann troðslukeppni á Stjörnuhelginni í fyrra. Hann ætlar að verja titilinn í ár.
Mac McClung vann troðslukeppni á Stjörnuhelginni í fyrra. Hann ætlar að verja titilinn í ár. Getty/Kevin Mazur

Það eru margar beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Mikið verður af fótboltaleikjum bæði hér heima og erlendis.

Það verða sýndir leikir í bæði Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta sem og leikir í bæði A- og B-deild í þýska fótboltanum. Einnig verður sýnt frá ensku b-deildinni í fótbolta.

Bónus deild kvenna í körfubolta fer líka af stað eftir landsleikjahlé og þrír leikir verða sýndir beint.

Síðast en ekki síst verður í kvöld sýnt beint frá laugardagsgleði Stjörnuhelgar NBA deildarinnar í körfubolta. Þar er á dagskrá troðslukeppnin, þriggja stiga skotkeppnin og þrautabrautin þar sem leikmenn NBA taka þátt.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 12.50 hefst útsending frá leik KA og Breiðabliks í Lengjubikar karla í fótbolta.

Klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Þór Ak. og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 01.00 hefst útsending frá laugardagsgleði Stjörnuhelgar NBA deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.50 hefst útsending frá leik ÍA og Vals í Lengjubikar karla í fótbolta.

Klukkan 14.50 hefst útsending frá leik Þróttar og Þórs/KA í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 12.25 hefst útsending frá leik Preston og Burnley í ensku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 14.25 hefst útsending frá leik Bochum og Dortmund í þýsku bundesligunni í fótbolta.

Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik Bayer Leverkusen og Bayern München í þýsku bundesligunni í fótbolta.

Klukkan 19.25 hefst útsending frá leik Düsseldorf og Hertha BSC í þýsku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 01.00 hefst útsending frá leik Bandaríkjanna og Kanada á fjögurra þjóða móti í íshokkí.

Bónus deildar rásin

Klukkan 15.55 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Tindastóls og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×