Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2025 12:14 Hrísgrjónaakrar í Japan. Getty/David Madison Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun. Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá. Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá.
Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira