Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. AP/Ben Curtis Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent