Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:16 Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki borg og bær Mynd/BIG Sameyki tilkynnti í dag um val sitt á stofnunum ársins. Þrjár stofnanir voru valdar hjá borg og bæjum. Það eru Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar og Hitt húsið. Hjá ríki voru einnig þrjár stofnanir valdar sem stofnanir ársins. Það eru Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurnesja. Þá fékk Heilsustofnun NLFÍ einnig verðlaun sem stofnun ársins í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja. Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025. Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025.
Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45